Álsey VE landaði 1100 tonnum af norsk- íslenskri síldinni á miðvikudagsmorgun.
Ólafur Einarsson, skipstjóri, sagði að síldin hafi fengist 160 til 170 mílur norðaustur af Langanesi. „Við vorum rúma viku í túrnum og það var svolítið fyrir því haft að ná þessu. Þetta er stór síld en frekar horuð og talsverð áta í henni, sagði Ólafur á miðvikudagsmorgun þegar löndun stóð yfir.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst