Nokkuð meira var að gera hjá lögreglu þessa vikuna en þá síðustu. Þó var helgin róleg og gekk skemmtanalífið áfallalaust fyrir sig að mestu. Ein líkamsárás var kærð á tímabilinu og er hún í rannsókn. Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu á tímabilinu. Var um að ræða þjófnað á reiðhjóli, sem er nú búið að skila sér aftur til eiganda og svo þjófnað á bifhjóli. Var bifhjólið tekið úr húsnæði sem það var geymt í. Bifhjólið var ekki í ökuhæfu ástandi og hefur því ekki verið ekið á brott.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst