Stjórnendur tveggja af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, þeir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins, sigldu inn í makrílvöðu um verslunarmannahelgina. Ekki gátu þeir félagar þó veitt makrílinn enda veiðibann í gildi en vaðan var tilkomumikil. Hægt er að sjá myndbönd af vöðunni hér að neðan.