Nú fyrir skömmu var ákveðið að farþegaskipið Baldur sigli ekki síðari áætlunarferð sína á morgun, föstudag. Spáð er stormi á morgun og hefur ferð skipsins verið frestað af þeim sökum. Herjólfur tekur svo við siglingum á áætlunarleiðinni á laugardag og siglir frá Eyjum klukkan 8:15.