Eyjakvöldin á Kaffi Kró hafa verið afar vinsæl í vetur. Þau eru haldin fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði og það eru Obbí-síí félagarnir sem standa fyrir þeim. – Í kvöld kl. 21 boða þeir til enn eins Eyjakvölds og eru búnir að bæta við nýjum/gömlum lögum eins og „Göllavísum“ og „Ó hvað ég var fullur í fyrra“ o.fl.
Textum er varpað á vegg og svo allir geta sungið með.