Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt enn á ný til loðnuleitar í gær og verður einkum leitað austur af Vestmannaeyjum. Fiskiskip hafa víða orðið vör við loðnu við Suðurströndina, en veiðisvæðið er nú á Faxaflóa, þar sem nokkur skip fengu all góðan afla snemma í gær.