Sighvatur Bjarnason VE kom inn með 1000 tonn af loðnu um miðnætti á mánudag. Jón Eyfjörð, skipstjóri sagði alfann hafa fengist eftir rúman dag á miðunum á Faxaflóa. Nú er veitt úr fremsta hluta göngunnar og loðna eftir allri Suðurströndinni. „Þetta er fremsti hlutinn og von á miklu meira magni. Það mætti segja mér að þetta verði hefðbundið og mér sýnist þetta geta verið mikið magn,“ sagði Jón og var spurður hvort menn vonuðust ekki eftir frekari úthlutun.