Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir í Bikarkeppni karla í knattspyrnu fyrir sumarið en í fyrstu umferðinni mætir Eyjaliðið KFS liði Bjarnarins. Sigurvegari úr þeirri viðureign mætir svo sigurvegaranum úr viðureign Léttis og Víkings Ólafsvík í 2. umferð. Lið í 2. og 3. deild leika í fyrstu umferð keppninnar en lið úr 1. deildinni bætast svo ið í 2. umferð. Leikirnir fara fram laugardaginn 8. maí og þriðjudaginn 18. maí. Úrvalsdeildarliðin koma svo inn í keppnina í 32ja liða úrslitum í byrjun júní.