Óvíst er með ástand tveggja skipa sem eru í smíðum fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í Chile. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, segir erfitt að fá upplýsingar um stöðu mála en skipin séu í smíðum í sömu skipasmíðastöð og varðskipið Þór. Samkvæmt fréttum frá Landhelgisgæslunni virðist skipasmíðastöðin vera ónýt og varðskipið mjög illa farið.