Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina en þó þurfti að hafa einhver afskipti af fólki vegna ölvunarástands þess. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. Í öðru tilvikinu, sem átti sér stað á Vestmannabraut, var um minniháttar óhapp að ræða en í hinu varð nokkuð tjón á bifreiðum.