Eins og gefur að skilja hefur öskufallið í Vestmannaeyjum haft margvísleg áhrif á samfélagið. Í síðustu viku var nýtt og glæsilegt útisvæði við Sundlaug Vestmannaeyja opnað en það var ekki opið nema í sex daga áður en því var lokað aftur vegna öskunnar. Svæðið allt er þakið svartri ösku og ljóst að Eyjamenn eða gestir þeirra fá ekki að njóta svæðisins í bráð.