Næst stærsta fimleikamót Íslands haldið í skugga öskufalls
15. maí, 2010
Þessa stundina fer fram næst stærsta fimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi. Mótið er haldið í skugga mikils öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en engu að síður hefur mótið gengið eins og í sögu. Tvö lið komust þó ekki til keppni, frá Egilsstöðum og Akureyri en bæði félögin ætluðu að fljúga til Eyja. „Í raun og veru hefur öskufallið ekki haft áhrif á mótshaldið sem slíkt. Allar tímaáætlanir standast og mótið gekk mjgö vel í morgun,“ sagði Svanfríður Jóhannsdóttir, mótsstjóri og yfirþjálfari Fimleikafélagsins Ránar í Eyjum.