Eftir tæpa klukkustund opnar Höllin en þar munu í kvöld fara fram stórtónleikar stuðbandsins Tríkot og Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Húsið opnar semsagt klukkan 20.00 og er enn hægt að nálgast miða en aðeins örfá sæti eru eftir. Forsala miða fór fram úr björtustu vonum aðstandenda tónleikanna en um 500 miðar seldust í forsölu og ætla Eyjamenn ekki að láta öskufallið stoppa sig í að njóta menningarviðburða.