Núverandi meirihluti hefur að undanförnu ítrekað stært sig af því að þrátt fyrir framkvæmdir og niðurgreiðslu skulda séu höfuðstóll og vextir hitaveitupeninganna enn óhreyfðir. Samkvæmt þeirra eigin tölum er uppreiknað söluandvirði hlutarins í HS 4,4 milljarðar króna. Ársreikningar bæjarins segja aðra sögu. Meðfylgjandi mynd sýnir bankainnistæður Vestmannaeyjabæjar árin 2007 til 2009. Eins og sjá má voru þær rúmir 3,9 milljarðar króna í árslok 2007, eftir að hluturinn í HS hafði verið seldur.