Í bæjarstjórnarkosningunum 2006 skipaði ég fimmta sæti V-listans. V-listinn hlaut 900 atkvæði í þeim kosningum og þrjá fulltrúa kjörna. Fljótlega á kjörtímabilinu æxluðust hlutir þannig að ég var kominn inn í bæjarstjórn sem þriðji maður. Frá upphafi setu minnar í bæjarstjórn hef ég haft þá skoðun að þeir sjö fulltrúar sem sitja í bæjarstjórn verði að geta unnið saman að hagsmunum bæjarfélagsins.