Nú þegar kjörtímabilið er að renna sitt skeið er gaman að skoða aðeins hvað gert hefur verið og hvert stefnt er í skipulagsmálum miðbæjarins. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma hafa stórar fjárhæðir verið settar í það sem kallað hefur verið fegrunaraðgerðir í miðbæ Vestmannaeyja. Þar hefur verið settur aukinn krafur í prýðis gott skipulag sem þegar var farið að vinna eftir í miðbænum og áfram skal haldið.