Kosið verður til bæjarstjórnar á morgun. Lokaspretturinn í kosningabaráttunni stendur yfir. Allt er gert til þess að þétta raðirnar, kalla á sitt fólk. Hvert atkvæði gæti skipt máli. Kosningastjórn Sjálfstæðisflokksins hafði samband við eyjafrettir og bað um að koma þeim skilaboðum á framfæri, að síðasti súpufundur flokksins í þessari kosningabaráttu yrði í hádeginu í dag í Ásgarði. Og súpa dagsins, er humarsúpa. Frambjóðendur verða á staðnum og svara fyrirspurnum og tilbúnir að taka við skömmum eða hrósi, hvort sem í boði verður.