Nú er næstum liðið ár síðan Poppkóngurinn Michael Jackson féll frá og hefur Alan Jones og Stefán Henrýson verið að setja saman lög í svokallað “tribute”show eða tónleika sem þeir munu fara með um landið í sumar. Fyrstu tónleikarnir verða í Vestmannaenyjum í kvöld, föstudaginn 28.maí í Höllinni. Eyjakonan Selma Ragnarsdóttir klæðskeri hannar alla búninga aðalsöngvarans auk þess að stílisera sýninguna. Hún gerði einnig búninga fyrir Michael Jackson Broadwayshowið sem var í vetur og gekk mjög vel.