Eyjafrettir hafa undanfarið verið helteknar af pólitíkinni enda kosningar á morgun. En það er kannski ágætt að slá aðeins á létta strengi milli alvöruþrunginna greina frambjóðendanna. Hér er einn góður:
Jón og Gunna bjuggu í mjög lítilli íbúð í Breiðholtinu. Þau komust að því að til að fá næði til að gamna sér um miðjan dag um helgar væri að senda 10 ára soninn út á svalir og biðja hann að segja frá því sem gerðist í hverfinu. Þau töldu að njósna um nágrannana myndi vekja áhuga hjá drengnum og halda honum uppteknum um klukkustund eða svo.