Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja hélt fund á mánudag. Þar var farið yfir samþykkt bæjarstjórnar um fjárhagslega aðkomu bæjarsjóðs að endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar sem nemur allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði, þó eigi hærri fjárhæð en 150 miljónir króna. Samhliða þessu voru fundagerðir og framkvæmda- og hafnarráðs samþykktar í bæjarstjórn en í því felst að bæjarsjóður mun hafa forgöngu um heildarfjármögnun verksins sem áætlað er um 300 milljóna króna.