Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur síðasta árið haldið upp á 70 ára afmæli sveitarinnar en afmælisárinu lýkur með stórtónleikum í sal Hvítasunnukirkjunnar á laugardaginn kl. 16.00. Um er að ræða sérstaka afmælistónleika en af því tilefni hefur verið leitað til þriggja eldri stjórnenda um að koma og stýra sveitinni. Þrír af fjórum komust en Jarl Sigurgeirsson, núverandi stjórnandi sveitarinnar stýrir Lúðrasveitinni einnig á tónleikunum.