Dæluskipið Skandia byrjaði að dæla sandi upp við Landeyjahöfn um hádegisbil í dag. Sigmar Thormod Jacobsen, skipstjóri Skandia segir aðstæður ekki eins og best verði á kosið en þó nógu góðar til að byrja dælingu. „Þetta var nógu gott til að prófa skipið við þessar aðstæður. Hér er enginn vindur en svolítill sjór. Við dældum upp 250 rúmmetrum af sandi og erum að losa það núna,“ sagði Sigmar en alls getur Skandia borið 550 rúmmetra í einu.