Drífandi stéttarfélag og Afl starfsgreinafélag harma þær rangfærslur er komið hafið fram í fréttamiðlum vegna samskipta félaganna við Verkalýðsfélag Þórshafnar. Fulltrúar Drífanda og Afls fóru á Þórshöfn til að ræða við starfsmenn bræðslunnar, trúnaðarmann þeirra og formann Verkalýðsfélag Þórshafnar. Var það gert eftir samskipti við bræðslumennina þar sem staðið höfðu frá því um miðjan desember, þar sem þeir óskuðu eftir samstarfi með okkur.