Leiksýningin Djúpið verður sýnd í Bæjarleikhúsinu næstkomandi föstudag. Sýningin hefur hlotið góða dóma, m.a. fimm stjörnur bæði í Fréttablaðinu og DV en sýningin hefst klukkan 20:00. Ingvar E. Sigurðsson leikur eina hlutverkið, handritið skrifaði Jón Atli Jónasson en sá hinn sami leikstýrir einnig verkinu.