„Við ætlum að leysa þetta mál eftir því sem frekast er kostur, en við verðum og erum nauðbeygð til þess að gefa málinu tíma. Vegna þess við verðum að sjá hver framvindan verður í náttúrunni, og síðan taka mið af því,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, á Alþingi um Landeyjahöfn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf utandagskrárumræðu um Landeyjahöfn og næstu skref í samgöngum milli lands og Eyja.