Á vefnum www.sport.is segir að handknattleiksmarkvörðurinn sterki, Florentina Stanciu sé búin að semja við ÍBV um að leika með liðinu á komandi tímabili. Flora, eins og hún er kölluð, er rúmensk og kom upphaflega til landsins til að spila með ÍBV og gerði það í tvö ár áður en hún gekk í raðir Stjörnunnar.