Eins og greint var frá á dögunum er hljómsveitin Tríkot hætt en sveitin kvaddi með árlegri spilamennsku á Þjóðhátíðinni. Ný sveit hefur verið mynduð þar sem kjarninn úr Tríkot heldur áfram en Gísli Elíasson er nýr trymbill sveitarinnar. Nafnið var opinberað í dag á nýrri facebook síðu sveitarinnar.