Hópur Eyjamanna hefur boðað til mótmæla á Básaskersbryggjunni í dag, fimmtudag klukkan 15:00 vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í samgöngumálum Eyjanna. Herjólfur siglir nú til Þorlákshafnar og fátt sem bendir til þess að veturinn í ár verði eitthvað betri en síðasti vetur varðandi siglingar í Landeyjahöfn. Yfirskrift mótmælanna er „Neyðarástand þjóðvegarins Ísland-Vestmannaeyjar“ en mótmælin verða þögul mótmæli, þ.e.a.s. lítil eða engin ræðuhöld.