Þjóðhátíðin verður að breytast. Þjóðhátíðarnefnd hefur því ákveðið að brennan verði kringlótt í ár. Þessi ákvörðun var tekin eftir heimsókn Þjóðhátíðarnefndar til bæjarins Pamplona á Spáni, þar fer fram á hverju ári rosalegt nautahlaup. Þar safnast saman ofurhugar og spennufíklar. Þeir koma sér fyrir í þröngum lokuðum götum. Brjáluðum og banhungruðum slefandi tuddum er svo sleppt inn í göturnar og ofurhugarnir hlaupa eins og fætur toga, yfirspenntir og lafhræddir undan óskapnaðinum. Þessi viðburður vekur gríðarlega athygli og hefur mikla aðsókn.