„Það er búið að rigna 1,2 mm það sem af er júlí, það er sama sem ekki neitt. Það telur lítið í jarðveginum og dauðir blettir alltaf að stækka. Þetta er mjög óvenjulegt,“ sagði Óskar Sigursson, veðurathugunarmaður í Stórhöfða þegar Fréttir ræddu við hann um tíðarfarið á miðvikudagsmorgun.