Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Selfyssingum í kvöld. Reyndar urðu lokatölur aðeins 1:0 en Eyjamenn voru einfaldlega mun betri og það þrátt fyrir að spila einum færri í 93 mínútur af 94. Brynjar Gauti Guðjónsson fékk nefnilega að líta rauða spjaldið áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. Samt sem áður voru Eyjamenn miklu betri í fyrri hálfleik og einnig sterkari í þeim síðari, þátt Selfyssingar hafi aðeins náð að stríða ÍBV í síðari hálfleik.