„Samkvæmt síðustu mælingu var dýpi í Landeyjahöfn nægjanlegt og ástandið nokkru betra en á sama tíma í fyrrahaust. Þó heldur meira jafnvægi virðist orðið frá því áhrif framburðar vegna eldgossins voru mest, þá má búast við auknum efnisburði við höfnina með haustlægðum. Verkefnið er þó enn aðeins hálfkarað á meðan nýja skipið, sem höfnin var hönnuð fyrir, er ókomið. Smíði þess er á forræði Vegagerðarinnar.“