Sæll Róbert. Í Eyjafréttum 27. september hælir þú þér í hvert reipi og segist hafa barist fyrir hagsmunum Eyjanna. Í þessari sömu sjálfshólsgrein finnst þér sjálfsagt að ráðast á bæjarstjórn Vestmannaeyja, fyrir að standa með íbúunum, en það gerir þú með því, að ég held vísvitandi, að skrökva að bæjaryfirvöld vilji ekki neinu breyta, hvað varðar fiskveiðistjórn, eitthvað sem er fjarri lagi.