„Miðað við þær mælingar sem við fengum núna verður ekki mælt með neinni loðnuveiði fyrr en að loknum mælingum eftir ár. Það er ekki hægt að útiloka að það verði engin veiði. Hins vegar höfum við áður verið með lélegar ungloðnumælingar en samt verið með vertíð. Fyrstu vísbendingar um stærð árgangsins 2011 eru á þann veg að það eru engar tillögur um veiði í spilunum.“ Þetta segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun í Morgunblaðinu í dag.