Síðustu daga hef ég verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að ferðast um hið víðfema Suðurkjördæmi. Þessi ferðalög hafa að mestu verið í tengslum við framboð mitt í flokksvali Samfylkingarinnar í kjördæminu og ég hef hitt skemmtilegt fólk allt frá Höfn og vestur í Garðinn. Þegar maður fer svona um kjördæmið þá sér maður hversu ólíkar aðstæðurnar eru á milli ólíkra svæða og að það eru misjöfn málefnin sem brenna á fólki eftir því hvar maður kemur. Við sem gefum kost á okkur til starfa fyrir íbúa Suðurkjördæmis á vettvangi stjórnmálanna verðum að leggja okkur fram við að þekkja þau mál sem brenna á fólki á hverjum stað til að geta talað fyrir hagsmunum svæðisins.