Heimaey Ve fékk sannkallað risakast á síldveiðum í gær. Alls voru um 2000 tonn af vænni síld í nótinni þegar hún var dregin að síðu skipsins. Byrjað var á því að fylla lestar skipsins en önnur skip í næsta nágrenni nutu einnig góðs af þessu góða kasti Heimaeyjar VE. Skipin voru öll við veiðar í Breiðafirði, rétt utan við Grundarfjörð.