Nýr geisladiskur frá Gísla Helgasyni, blokkflautuskáldi og lagahöfundi er kominn í verslanir. Þetta er fimmti sólódiskurinn og jafnframt afmælisdiskur því Gísli fagnaði sextugsafmæli í apríl á þessu ári. Einnig eru liðin 50 ár frá því að Gísli hóf ferilinn sem blokkflautuleikari. Á diskinum eru 11 lög, öll með nýjum útsetningum. Þetta er fyrsti diskurinn í tæp 30 ár sem er eingöngu með spiluðum lögum án söngs.