Á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja má nú finna yfirlit sem hefur að geyma upplýsingar um algenga smitsjúkdóma hjá börnum, smithættu og hvenær barnið mætti fara aftur í leikskóla/skóla eða til dagforeldris. „Þetta er gert til að draga úr smithættu og hindra að börn séu of stutt eða óþarflega lengi heima í tengslum við veikindi,“ sagði Ágúst Óskar Gústafsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá stofnuninni. Hlekk inn á yfirlitið má finna hér að neðan.