Eyjastelpan Silja Elsabet Brynjarsdóttir er frábær söngkona. Hún hefur undanfarin ár komið reglulega fram við hin ýmsu tækifæri og verður bara betri og betri eftir því sem árunum fjölgar. Silja Elsabet hefur sett inn nokkur myndbönd af sér syngja lög á youtube.com, m.a. nú síðast þar sem hún tekur lagið Edge of glory með Lady Gaga. Og eins og góðum tónlistarmanni sæmir, gerir Silja Elsabet lagið að sínu. En sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá hér að neðan.