Eins og áður hefur komið fram, hækka fargjöld Herjólfs um 10% um áramótin. Tilkynning þess efnis er að finna á heimasíðu Herjólfs en bæjarráð Vestmannaeyja tók málið fyrir á fundi sínum í gær. Bæjarráð mótmælir harðlega fyrirhugaðri hækkun á gjaldskrá Herjólfs og bendir á að kostnaður fyrir fjögurra manna fjölskyldu, sem ferðast milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar með bíl og nýtir kojur, er í dag hvorki meiri né minni en 34.740 kr en hækkar upp í 38.214 kr. Bókun bæjarráðs má lesa í heild sinni hér að neðan.