Spennan fyrir leik ÍBV og B-liðsins í 16-liða úrslitum Símabikars karla í handbolta, vex með hverjum deginum. Nú er forsala miða á leikinn hafin en aðeins verða 500 miðar í boði. Forsalan fer fram í Tvistinum og því um að gera að tryggja sér miða í tíma, enda má búast við húsfylli á leiknum. Eins og fram hefur komið, mun B-liðið gefa sinn hluta af miðasölunni til Krabbavarna Vestmannaeyja auk þess munu leikmenn beggja liða borga sig inn á leikinn.