Næstum 44% íbúa Suðurkjördæmis vilja sjá Bjarna Harðarson sem þingmann kjördæmisins á næsta kjörtímabili, en Ragnheiður Hergeirsdóttir kemur þar skammt á eftir með vilja 42,5% íbúa.
Nokkru neðar koma svo fimm einstaklingar með stuðning á bilinu 31-38% en það eru Aldís Hafsteinsdóttir (37,9%), Ásmundur Friðriksson (35,3%), Eyþór Arnalds (34,6%), Ólafur Björnsson (33,0%) og Kjartan Ólafsson (31,0%).