Nú styttist í að Heimsmeistaramótið í handbolta hefjist en íslenska karlalandsliðið tekur þátt í mótinu, eins og vanalega þegar stórmót í handbolta eru annars vegar. Fyrsti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Rússum og hefst leikurinn klukkan 17:00 en Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er á sínum stað í leikmannahópnum. Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir í beinni útsendingu í Hallarlundi.