Um tugur loðnuskipa var við veiðar skammt frá Hornafirði um hádegi í gær. Víða er loðnu að finna eins og áður á vertíðinni og á sama tíma voru nokkur skip við veiðar austur af Grindavík. Með hverjum deginum styttist í hrygningu loðnunnar, en framundan er leiðindaspá á flestum miðum.