Sigurður Ragnar í viðræðum við ÍBV
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, er staddur í Vestmannaeyjum þessa stundina. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er hann sá þjálfari sem knattspyrnuráð ÍBV er í viðræðum við og er hann kominn til Eyja til að hitta ráðið. Sömu heimildir herma að Stjarnan hafi einnig haft samband við Sigurð Ragnar en að Eyjamenn hafi verið fyrri til og því hafi landsliðsþjálfarinn fyrrverandi ákveðið að ræða fyrst við Eyjamenn.
�?skar �?rn �?lafsson, formaður knattspyrnuráðs sagði fyrr í dag að ráðið myndi hitta þjálfara í dag og að helst myndi hann vilja klára ráðningu á nýjum þjálfara um helgina.
Sigurður Ragnar er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og fræðslustjóri KSÍ. Hann tók við kvennalandsliðinu árið 2007 og kom liðinu í lokamót Evrópumóts í tvígang en hætti störfum nú í sumar, eftir EM í Svíþjóð. Hann lék með KR, Víkingi, �?rótti, ÍA, Walsall, Chester og KRC Harelbeke á ferli sínum sem leikmaður en hefur eingöngu þjálfar kvennalandsliðið.

Nýjustu fréttir

Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.