Enn er mikið líf í Vestmannaeyjahöfn en súlur og hvalir hafa slegist um síld sem þar hefur verið að finna. Í gær fór hnúfubakur alla leið inn í Friðarhöfn, innst inni í Vestmannaeyjahöfn. Fyrir nokkrum árum voru þar tvær andarnefjur, sem er hvalategund, en þær rötuðu ekki út. Hnúfubakurinn virtist hins vegar vera með allt á hreinu, því hann fór reglulega út en sneri svo aftur. Fjölmörg myndbönd hafa birst á samfélagsmiðlum og meðfylgjandi eru myndbönd sem blaðamenn Eyjafrétta tóku þegar þeir áttu leið um bryggjuna.
Uppfært 11. febrúar kl. 10:16
Enn er hnúfubakur í Friðarhöfn og um að gera að koma við og fylgjast með.