Sjöfn og Gísli Eyjamenn ársins
Í dag voru Fréttapýramídarnir afhentir og var þetta í 24. sinn sem þær viðurkenningar eru afhentar. Athöfnin fór fram í Kiwanishúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Fréttapýramída fyrir einstaka umfjöllun um landsbyggðina í þáttum sínum fékk Kristján Már Unnarsson á Stöð 2. Afhendingin fór fram í höfuðstöðvum Stöðvar 2 þar sem Páll Magnússon og �?orsteinn Gunnarsson voru fulltrúar Eyjafrétta.
Sönghópurinn Blítt og létt hlaut Fréttapýramídann fyrir störf að menningarmálum en hópurinn hefur á undanförnum árum staðið fyrir söngkvöldum á Kaffi Kró sem og á fastalandinu, þar sem Eyjalögin eru rifjuð upp.
Fréttapýramídann fyrir störf að íþróttum hlaut Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV í handknattleik. Takmark hans hans var að gera liðið að Íslandsmeisturum og það tókst á síðasta ári.
Hjónin Adda Sigurðardóttir og Magnús Bragason hlutu Fréttapýramídann fyrir fyrirtæki ársins. �?au hafa með dugnaði og eljusemi byggt upp fyrirtæki sitt, Hótel Vestmannaeyjar og stækkuðu það verulega á síðasta ári.
Eyjamenn ársins 2014 að mati Eyjafrétta eru hjónin Sjöfn Benónýsdóttir og Gísli Sigmarsson. �?au hafa á lífsleiðinni eignast sjö börn sem öll tengjast atvinnulífinu í Vestmannaeyjum á einhvern hátt og væru verðugir fulltrúar mannlífsins í Eyjum að mati ritstjórnar.
Sérstakar viðurkenningar fengu Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir sem gaf út sína fyrstu bók á árinu, ævintýri á hljóðbók, ætlaða lesendum á aldrinum fjögurra til hundrað og fjögurra ára.
Gunnar Magnússon, þjálfari meistaraflokkslið ÍBV í handbolta fékk viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil síðasta árs og tók eiginkona Gunnars við viðurkenningunni.
�?á fengu þeir sem halda uppi samgöngum milli lands og Eyja viðurkenningu og tóku Gunnlaugur Grettisson, fulltrúi Herjólfs, og Hannes Kristinn Sigurðsson, hjá Flugfélaginu Erni, við þeim viðurkenningum. �?ll fengu þau blómvönd að gjöf.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.