Gunnar tekur við Haukum
Gunnar Magnússon, þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV, var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari Olís-deildarliðs Hauka í handbolta. �?etta kemur fram á Visi.is og skrifar Gunnar undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Hann tekur við liðinu eftir tímabilið af Patreki Jóhannessyni, en Patrekur sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum síðan. Hann ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu.

Gunnar gerði Eyjaliðið að Íslandsmeisturum í fyrra þegar liðið var nýliði í úrvalsdeildinni og bætti svo um betur með því að vinna bikarmeistaratitilinn í febrúar. Gunnar hefur áður þjálfað Víking, HK og í Noregi auk þess sem hann er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.