Gunnar Magnússon, þjálfari Íslands- og bikarmeistara ÍBV, var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari Olís-deildarliðs Hauka í handbolta. �?etta kemur fram á Visi.is og skrifar Gunnar undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Hann tekur við liðinu eftir tímabilið af Patreki Jóhannessyni, en Patrekur sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum síðan. Hann ætlar að einbeita sér að austurríska landsliðinu.
Gunnar gerði Eyjaliðið að Íslandsmeisturum í fyrra þegar liðið var nýliði í úrvalsdeildinni og bætti svo um betur með því að vinna bikarmeistaratitilinn í febrúar. Gunnar hefur áður þjálfað Víking, HK og í Noregi auk þess sem hann er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.