Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum morgun að fara í útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju þetta kemur fram á ruv.is í dag. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við smíði ferjunnar er, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir þetta óvænt en gleðileg tíðindi.
Eyjamenn hafa beðið eftir nýrri ferju í nokkurn tíma. Fyrir sjö árum var blekið varla þornað á samningi um smíði nýrrar ferju þegar bankahrunið varð og hætt var við þá framkvæmd. Sú ferja átti að vera tilbúin 2010.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu í morgun að samþykkt ríkisstjórnarinnar væri mikil gleðitíðindi. Eyjamenn voni að tíminn sem það tekur að smíða ferjuna verði nýttur til að gera nauðsynlegar breytingar á Landeyjahöfn svo að ferjan nýtist sem best.
Elliði segir að ný ferja sé nauðsynleg forsenda þess að bæta samgöngur til Eyja en kannski ekki nægjanleg. Áfram þurfi að bæta höfnina í Landeyjum – hafnirnar í �?orlákshöfn og Vestmannaeyjum hafi tekið miklum breytingum síðan siglingar milli lands og eyja hófust. �??Sama gildir um höfnina í Landeyjum – við þurfum að halda áfram að þróa hana.�??
Norska fyrirtækið Polarkonsult hannaði nýja Vestmannaferju en skrifað var undir samning þess efnis í júlí á síðasta ári. Samningsupphæðin var um 124 milljónir króna. Fram kom á vef Vegagerðarinnar að þá var reiknað með því að ný ferja yrði tilbúin síðla árs 2016.