Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur barist fyrir því að fá viðeigandi lyf við lifrarbólgu C sem hún fékk við blóðgjöf eftir barnsburð. Henni var neitað um lyfin á þeim forsendum að þau væru of dýr. Kærði hún þessa ákvörðun og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkt að veita henni flýtimeðferð í málinu. Ríkið hefur tíma fram í næstu viku til að skila greinargerð um málið sem verður líklegast tekið fyrir í ágúst.
Mál Fanneyjar hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og á Vísir.is segir Sigurður �?lafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. �?arna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Áður hafði Stöð 2 sagt að 200 sjúklingar hafi greinst með lifrarbólgu og standi þeim einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. �?au eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. �?á er haft eftir �?lafi Baldurssyni lækningaforstjóra Landsspítalans að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. �??�?að sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,�?? segir Sigurður �?lafsson í viðtali á Vísir.is. �?að er sama hvar borið er niður í fræðin og viðtöl við lækna og sérfræðinga, niðurstaðan er að lyfjamálið vegna lifrarbólgu C sé fordæmalaust og jaðri við að vera hneyksli.
Börn Fanneyjar hrintu af stað söfnun um miðjan maí og er markmiðið að safna tíu milljónum til að Fanney geti fengið lyfin. Tinna Tómasdóttir, elsta dóttir Fanneyjar, sagði að söfnunin hefði gengið vel. �??�?að er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að leggja okkur lið í baráttunni hennar mömmu,�?? sagði Tinna.